bookmate game
no
Книги
Íslendingasögur

Egils saga

Egils saga Skalla-Grímssonar er einna elst Íslendingasagna ásamt því að vera sú blóðugasta. Verkið fjallar aðallega um víkinga og gerist því að mestu utan landsteinanna. Aðalpersóna sögunnar er aðeins ein, Egill Skalla-Grímsson. Sá lét strax til sín taka á unga aldri og er að öllum líkindum grimmasta hetja Íslendingasagnanna.
Sagan einkennist af víkingaferðum, ránum, bardögum og því sem helst einkenndi líf víkinga fyrr á öldum. Jafnframt koma við sögu ýmsir galdrar, yfirnáttúrulegar verur, rúnaletur og ásatrú.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
227 печатни страници
Оригинална публикация
2020
Година на публикуване
2020
Издател
Saga Egmont
Вече чели ли сте я? Какво мислите за нея?
👍👎
fb2epub
Плъзнете и пуснете файловете си (не повече от 5 наведнъж)